Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 12. janúar 2021 14:19
Elvar Geir Magnússon
Kristófer Páll spilar með Grindavík um helgina
Mynd: Raggi Óla
Kristófer Páll Viðarsson er að æfa með Grindavík til reynslu um þessar mundir og mun spila með liðinu gegn Breiðabliki í Fótbolta.net mótinu um helgina.

Kristófer er samningsbundinn Keflavík út 2022 en samkvæmt upplýsingum frá umboðsmanni hans er hann á sölulista.

Kristófer spilaði tvo leiki með Keflavík í Lengjudeildinni í fyrra en Keflvíkingar unnu deildina og spila í Pepsi Max-deildinni á næsta tímabili.

Þessi 23 ára sóknarleikmaður sleit krossbönd 2019 og meiðsli hafa sett strik í reikninginn. Hann var lánaður í uppeldisfélag sitt, Leikni Fáskrúðsfirði, á síðasta tímabili.

Á ferli sínum hefur hann einnig spilað fyrir Selfoss og Fylki.
Athugasemdir
banner