Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 12. janúar 2022 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arteta neitaði að tjá sig um Vlahovic - Nketiah fer hvergi
Serbinn hefur verið funheitur með Fiorentina á tímabilinu.
Serbinn hefur verið funheitur með Fiorentina á tímabilinu.
Mynd: EPA
Eddie Nketiah er ekki á förum frá Arsenal í janúar ef marka má orð stjóra félagsins, Mikel Arteta.

Arteta sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag og var spurður út í Nketiah og Pablo Mari.

„Málin eru ekki eins fyrir neinn leikmann, það er margt sem spilar inn í varðandi ákvarðanir á þessum tímapunkti. Allir hér taka þátt í hlutunum," sagði Arteta í dag.

„Nketiah er okkar leikmaður og hann mun vera áfram hjá okkur," bætti Arteta við aðspurður sérstaklega um Nketiah.

Nketiah á hálft ár eftir af samningi og hefur sterklega verið orðaður við Crystal Palace að undanförnu.

Arteta var einnig spurður út í sögusagnir er varða Dusan Vlahovic, framherja Fiorentina. „Mér þykir leiðinlegt að valda ykkur vonbrigðum en þið vitið að ég mun ekki ræða neinar sögusagnir varðandi félagaskipti. Það sem ég vil í þessum mánuði er að vera með eins marga leikmenn klára og við gerum eins mikið og við getum með þeim leikmönnum. Svo, eftir það, erum við með áætlun og við munum ráðast í hana þegar tækifæri gefst."

Arsenal mætir Liverpool í fyrri undanúrslitaleik liðanna í deildabikarnum. Leikurinn hefst klukkan 19:45 á heimavelli Liverpool annað kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner