Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 12. janúar 2022 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England í dag - Barist á sitthvorum enda töflunar
Michail Antonio leikmaður West Ham
Michail Antonio leikmaður West Ham
Mynd: EPA
Það er einn leikur á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Það er viðureign West Ham og Norwich. West Ham byrjaði deildina af krafti, liðið hefur unnið síðustu tvo leiki í deildinni en þar á undan unnu þeir aðeins einn af síðustu sjö.

Liðið situr í 5. sæti deildarinnar og er í hörku baráttu um Meistaradeildar sæti.

Norwich hinsvegar hefur gengið afleitlega síðan liðið kom upp í úrvalsdeildina fyrir þessa leiktíð. Liðið skipti um þjálfara um miðjan nóvember en Dean Smith tók við liðinu af Daniel Farke.

Hann vann fyrsta leikinn undir stjórn félagsins en hefur tapað fimm síðustu leikjum og gerði tvö jafntefli þar á undan og liðið situr áfram á botni deildarinnar.

ENGLAND: Premier League
19:45 West Ham - Norwich

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner