Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
banner
   sun 12. janúar 2025 21:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Mynd: Stockport County FC

Benoný Breki Andrésson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Stockport í dag þegar liðið tapaði naumlega gegn Crystal Palace í enska bikarnum.


Eberechi Eze skoraði eina mark leiksins eftir aðeins fjögurra mínútna leik.

Benoný gekk til liðs við Stockport um áramótin frá KR en hann kom við sögu í fyrsta sinn í dag en hann spilaði tuttugu mínútur.

Stuðningsmenn liðsins sem voru mættir á Selhurst Park, heimavöll Crystal Palace, voru ekki stressaðir yfir tapinu. Þeir tóku víkingaklappið eftir leikinn með Benoný sem tók stjórnina.

Næsti leikur Stockport er á útivelli gegn Reading í C-deildinni þann 18. janúar. Liðið er í 7. sæti með 38 stig en liðið hefur aðeins fengið fimm stig úr síðustu sex leikjum.

Sjáðu Benoný taka víkingaklappið með stuðningsmönnum Stockport í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner