Benoný Breki Andrésson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Stockport í dag þegar liðið tapaði naumlega gegn Crystal Palace í enska bikarnum.
Eberechi Eze skoraði eina mark leiksins eftir aðeins fjögurra mínútna leik.
Benoný gekk til liðs við Stockport um áramótin frá KR en hann kom við sögu í fyrsta sinn í dag en hann spilaði tuttugu mínútur.
Stuðningsmenn liðsins sem voru mættir á Selhurst Park, heimavöll Crystal Palace, voru ekki stressaðir yfir tapinu. Þeir tóku víkingaklappið eftir leikinn með Benoný sem tók stjórnina.
Næsti leikur Stockport er á útivelli gegn Reading í C-deildinni þann 18. janúar. Liðið er í 7. sæti með 38 stig en liðið hefur aðeins fengið fimm stig úr síðustu sex leikjum.
Sjáðu Benoný taka víkingaklappið með stuðningsmönnum Stockport í spilaranum hér fyrir ofan.