Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fös 12. febrúar 2021 14:51
Magnús Már Einarsson
Aron Jó í læknisskoðun hjá Lech Poznan
Sóknarmaðurinn Aron Jóhannsson er mættur í læknisskoðun hjá Lech Poznan í Póllandi.

Ef allt gengur samkvæmt áætlun mun Aron skrifa undir eins árs samning við Lech Poznan með möguleika á eins og hálfs árs framlengingu.

Hinn þrítugi Aron átti gott tímabil með Hammarby á síðasta ári eftir mikla þrautagöngu vegna meiðsla. Hann skoraði tólf mörk í 22 leikjum í sænsku úrvalsdeildinni.

Hann yfirgaf Hammarby eftir tímabilið og hefur síðustu vikur verið að leita að nýju félagi. Hann æfði meðal annars með Val á Íslandi.

Aron er fæddur í Bandaríkjunum en uppalinn á Íslandi. Hann valdi að spila fyrir landslið Bandaríkjanna og á hann að baki 19 A-landsleiki fyrir fæðingarþjóð sína.

Lech Poznan er þessa stundina í tíunda sæti pólsku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa lent í fjórða sæti deildarinnar í fyrra.

Athugasemdir
banner