Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 12. febrúar 2021 15:30
Magnús Már Einarsson
Arsenal og Benfica mætast í Róm og Aþenu
Leikir Arsenal og Benfica í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar fara fram á Ítalíu og í Grikklandi.

Portúgal er á rauðum lista í Englandi og því geta liðin ekki mæst í þessum löndum eins og áætlað var.

Fyrri leikurinn, sem er heimaleikur Benfica, fer fram á heimavelli Roma á Ítalíu.

Síðari leikurinn fer fram á Georgios Karaiskakis leikvanginum í Aþenu sem er heimavöllur Olympiakos.

Leikirnir fara fram 18 og 25. febrúar.
Athugasemdir
banner