Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fös 12. febrúar 2021 15:45
Elvar Geir Magnússon
Barcelona veit allt um Bryan Gil
Bryan Gil hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína með Eibar á tímabilinu en hann er á lánssamningi frá Sevilla.

Gil varð tvítugur í gær en þessi spennandi vængmaður hefur verið undir smásjá Barcelona í töluverðan tíma.

Talið er líklegt að Börsungar reyni að kaupa leikmanninn unga en samkvæmt El Mundo Deportivo er Barcelona með um 40 skýrslur frá njósnurum um leikmanninn.

Gil fæddist í Katalóníu en fluttist ungur til Cadiz í Andalúsíu.

Samningur Gil við Sevilla er til 2023 en spænskir fjölmiðlar segja að Barcelona hafi þegar rætt við félagið um möguleg kaup.
Athugasemdir
banner