Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 12. febrúar 2021 18:20
Aksentije Milisic
Mark Salah gegn West Ham valið mark mánaðarins
Salah og Firmino fagna.
Salah og Firmino fagna.
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, hefur unnið verðlaunin „Mark Mánaðarins" hjá ensku úrvalsdeildinni fyrir janúar mánuð.

Salah kom þá Liverpool í 2-1 forystu gegn West Ham á útivelli en markið kom eftir laglega skyndisókn.

West Ham átti hornspyrnu þar sem Liverpool vann knöttinn. Trent Alexander-Arnold þrumaði þá knettinum upp kantinn á Xherdan Shaqiri sem átti flotta fyrirgjöf á Salah sem kláraði færið frábærlega.

„Þetta var liðsmark og það er frábært að skora mörk eins og þetta. Það mikilvægasta var að við unnum leikinn, það gerir þetta sérstakt."

Liverpool mætir Leicester City í hádeginu og morgun á King Power vellinum og spurning hvort að Salah takist að komast á blað þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner