Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 12. febrúar 2021 13:00
Magnús Már Einarsson
Sarr var búinn að ná samkomulagi við Liverpool
Ismaila Sarr fagnar marki gegn Liverpool í fyrra.
Ismaila Sarr fagnar marki gegn Liverpool í fyrra.
Mynd: Getty Images
Thierno Seydi, umboðsmaður Ismaila Sarr kantmanns Watford, hefur greint frá því að Liverpool hafi verið búið að ná samkomulagi við leikmanninn síðastliðið sumar.

Hinn 22 ára gamli Sarr vakti athygli á síðasta tímabili og Liverpool sýndi honum áhuga í sumar.

35 milljóna punda verðmiði Watford varð hins vegar á endanum til að Liverpool hætti við og keypti frekar Diogo Jota fá Wolves.

„Varðandi Liverpool þá vorum við komin á það stig að skrifa undir samning fyrir Ismaila Sarr. Allt var klárat, mánaðarlaun og lengd samnings. Ég bað meira segja Sadio Mane að finna íbúð fyrir hann," sagði Seydi.

„Að lokum gat enska félagið ekki greitt 40 milljónir evra (35 milljónir punda) til að klára samninga."
Athugasemdir
banner
banner
banner