Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 12. febrúar 2021 05:55
Victor Pálsson
Þýskaland um helgina - Alfreð gegn Leipzig
Mynd: Getty Images
Bayern Munchen spilar ekki í þýsku úrvalsdeildinni um helgina en fjölmargir aðrir leikir eru þó á dagskrá.

Bayern fagnaði sigri í HM félagsliða í gær en liðið vann Tigres frá Mexíkó með einu marki gegn engu.

Meistararnir eiga þó leik á mánudaginn næstkomandi og spila þá við Arminia Bielefeld á heimavelli.

Nú er kjörið tækifæri fyrir önnur lið að setja smá pressu á Bayern sem er með sjö stiga forskot á RB Leipzig.

Leipzig spilar í kvöld gegn Augsburg en Alfreð Finnbogason spilar með því síðarnefnda.

Leipzig er í raun eina liðið sem á möguleika á að ná Bayern en liðin fyrir neðan eru Frankfurt og Wolfsburg.

Hér má sjá dagskrá helgarinnar.

Bundesligan:

Föstudagur:
19:30 RB Leipzig - Augsburg

Laugardagur:
14:30 Bayer Leverkusen - Mainz
14:30 Dortmund - Mainz
14:30 Stuttgart - Hertha Berlin
14:30 Werder Bremen - Freiburg
17:30 Union Berlin - Schalke

Sunnudagur:
14:30 Frankfurt - Köln
17:00 Wolfsburg - Gladbach
Athugasemdir
banner