Alonso, Neto, Eze, Greenwood, Ramaj, Alli, Son og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 12. febrúar 2024 21:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu markið: Gallagher jafnaði gegn gömlu félögunum
Mynd: EPA

Chelsea gekk afar illa að skapa sér færi í fyrri hálfleiknum gegn Crystal Palace á Selhurst Park en heimamenn voru með 1-0 foystu í hálfleik.

Jefferson Lerma kom Palace yfir eftir hálftíma leik þegar hann vann boltann við vítateig Chelsea og lét vaða á markið og skoraði glæsilegt mark.


Chelsea átti eina tilraun á markið í fyrri hálfleik en þá átti Conor Gallagher skot rétt framhjá markinu undir lok fyrri hálfleiksins.

Hann var aftur á ferðinni strax í upphafi síðari hálfleik en þá tókst honum að koma boltanum í netið eftir fyrirgjöf frá Malo Gusto.

Sjáðu markið hér


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner