Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 12. febrúar 2024 10:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Williams og Mitoma orðaðir við stórlið - Hvað verður um Alonso?
Powerade
Nico Williams.
Nico Williams.
Mynd: EPA
Mitoma fagnar marki með Brighton.
Mitoma fagnar marki með Brighton.
Mynd: Getty Images
Hvað verður um Alonso?
Hvað verður um Alonso?
Mynd: EPA
Camarda er gríðarlega efnilegur.
Camarda er gríðarlega efnilegur.
Mynd: Getty Images
Það er komið að slúðrinu þennan mánudaginn. Hérna er það helsta sem er rætt um.

Arsenal og Chelsea eru meðal félaga sem hafa fylgst vel með Nico Williams (21), kantmanni Athletic Bilbao, á þessari leiktíð en hann er talinn henta vel í ensku úrvalsdeildina. (Fabrizio Romano)

Manchester United, Manchester City og Chelsea hafa öll áhuga á Kaoru Mitoma (26), kantmanni Brighton. (Fichajes)

Kylian Mbappe (25) á enn eftir að ná samkomulagi við Real Madrid en spænska stórveldið er í vandræðum í viðræðum við móður leikmannsins sem starfar einnig sem umboðsmaður hans. (Marca)

Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, hefur gefið í skyn að félagið þurfi ekki Mbappe. (Goal)

Búist er við því að boðið verði í Pedro Neto (23), kantmann Wolves, í sumar en bæði Arsenal og Liverpool hafa áhuga á honum. (Football Insider)

Simon Rolfes, yfirmaður fótboltamála hjá Bayer Leverkusen, er vongóður um að Xabi Alonso verði áfram hjá félaginu á næstu leiktíð þrátt fyrir að Liverpool hafi áhuga á því að ráða hann sem eftirmann Jurgen Klopp. (Sport1)

Francesco Camarda (15), vonarstjarna AC Milan, mun skrifa undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við ítalska félagið þegar hann verður 16 ára í næsta mánuði, þrátt fyrir áhuga frá Manchester City og Borussia Dortmund. (Calciomercato)

Newcastle ætlar að reyna að fá Lloyd Kelly (25), varnarmann Bournemouth, í sumar. (Mail)

Barcelona ætlar sér ekki að sleppa takinu af framherjanum Ferran Torres (23) í sumarglugganum. (Mundo Deportivo)

Jose Mourinho er tilbúinn að taka við Bayern München ef félagið ákveður að reka Thomas Tuchel. (Bild)

Liverpool er við það að bjóða bakverðinum Trent Alexander-Arnold langtímasamning. (Football Insider)

Liverpool er að fylgjast með Tosin Adarabioyo (26), miðverði Fulham, fyrir möguleg skipti í sumar. (Mail)

Sheffield Wednesday mun reyna að fá aóknarmanninn Duncan McGuire (23) frá Orlando ef félagið fellur ekki úr Championship-deildinni á þessu tímabili. (Sun)

Yusuf Yazici (27), miðjumaður Lille, hefur vakið áhuga frá fjölda félaga í Evrópu en hann er líklegur að fara annað á frjálsri sölu í sumar. (Fabrizio Romano)

Javier Tebas, forseti La Liga, segir að Lionel Messi (36) hafi verið nálægt því að snúa aftur til Barcelona síðasta sumar. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner