Kerfisbreyting hjá Man Utd? - Nunez var nálægt Sádi - Stórlið vilja Dean Huijsen - Ratcliffe að reka fleiri?
   mið 12. febrúar 2025 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Æfingaleikur: KH valtaði yfir KV
Haukur Ásberg með tvennu.
Haukur Ásberg með tvennu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KH 5 - 0 KV
Markaskorarar: Haukur Ásberg Hilmarsson (2), Sigfús Kjalar Árnason, Bjarki Marinó Albertsson og Hafþór Bjarki Guðmundsson

KH tók í gær á móti KV í æfingaleik sem fram fór á Origo vellinum. KH, sem er í 4. deildinni, vann öruggan sigur á grönnum sínum úr Vesturbænum sem verða í deild ofar í sumar.

Staðan í hálfleik var 3-0 fyrir KH og lokatölur urðu 5-0. KH, sem er venslalið Vals, endaði í 6. sæti 4. deildar í fyrra. KV, sem er venslalið KR, endaði í 8. sæti 3. deildar.

Ónefndur stuðningsmaður KH vill meina að það sé strax byrjuð að myndast pressa á Davíð Guðrúnarson sem kom inn í þjálfarateymi KV í vetur. Hann segir einnig að Hallgrímur Dan, þjálfari KH, hafi verið að þróa leikaðferðir í vetur sem virðast svínvirka.

Ónefndur stuðningsmaður KV hefur ekki áhyggjur þar sem það vantaði reynslubolta á borð við Theodór Elmar Bjarnason, Pálma Rafn Pálmason og Dofra Snorrason í liðið.

Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner
banner