Kerfisbreyting hjá Man Utd? - Nunez var nálægt Sádi - Stórlið vilja Dean Huijsen - Ratcliffe að reka fleiri?
   mið 12. febrúar 2025 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Góður vinur segir Salah nálægt því að fara frá Liverpool
Mynd: EPA
Dejan Lovren, fyrrum leikmaður Liverpool, telur að Mohamed Salah sé nálægt því að yfirgefa félagið.

Salah hefur átt stórkostlegt tímabil en hann verður samningslaus að því loknu og á þessum tímapunkti er ekki mikið sem bendir til þess að samningar séu að nást.

„Ég held að hann sé nálægt því að fara. Akkúrat núna þá held ég að hann sé nær því að fara en að vera áfram," sagði Lovren, sem er góður vinur Salah.

„Það er það sem ég veit og það er mín tilfinning. Ég vona auðvitað að staðan breytist."

Salah og Lovren eru góðir vinir en þeir spiluðu saman hjá Liverpool í nokkur ár.
Athugasemdir
banner
banner