HK hefur bætt við sig nýjum erlendum leikmanni fyrir komandi keppnistímabil.
Natalie Wilson er 22 ára sóknarsinnaður miðjumaður frá Bandaríkjunum. Hún spilaði með Penn State í bandaríska háskólaboltanum, þar sem hún spilaði yfir 100 leiki á seinastliðnum fimm árum.
Natalie Wilson er 22 ára sóknarsinnaður miðjumaður frá Bandaríkjunum. Hún spilaði með Penn State í bandaríska háskólaboltanum, þar sem hún spilaði yfir 100 leiki á seinastliðnum fimm árum.
Natalie getur leyst allar stöðurnar á miðjunni en er í grunninn sóknarsinnaður miðjumaður.
„HJún kemur til með að styrkja liðið mikið fyrir komandi átök í Lengjudeildinni og við hlökkum verulega til að fá hana til liðs við hópinn," segir í tilkynningu HK.
„Natalie er frábær leikmaður og karakter sem við búumst við miklu af. Hún er tæknilega góð og líkamlega sterk. Hún er með frábært auga fyrir spili og dugleg, hún hefur töluvert mikla reynslu úr háskólaboltanum og hefur spilað fimm tímabil þar á mjög háu leveli. Ég hlakka mikið til að fá Natalie til okkar og byrja að vinna með henni," segir Pétur Rögnvaldsson, þjálfari HK.
HK endaði í fjórða sæti Lengjudeildarinnar á síðastliðnu tímabili.
Athugasemdir