Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 12. mars 2020 23:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leik Brighton og Arsenal frestað (Staðfest)
Mikel Arteta.
Mikel Arteta.
Mynd: Getty Images
Brighton hefur sent frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að viðureign Brighton og Arsenal muni ekki fara fram eins og áætlað var á laugardag. Ekki er víst hvenær leikurinn fer fram.

Mikel Arteta var í kvöld greindur með kórónaveiruna og allt lið Arsenal er farið í sóttkví.

„Fyrst og fremst er hugur okkar hjá Mikel Arteta og við vonumst til þess að hann nái sér sem fyrst," segir Paul Barber, yfirmaður knattspyrnumála hjá Brighton.

„Það er nauðsynlegt að heilsa einstaklinga sé í forgangi og með það í huga hefur leiknum á laugardag verið frestað."

Enska úrvalsdeildin heldur neyðarfund á morgun en mögulegt er að deildinni verði allri frestað.
Athugasemdir
banner
banner