Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   sun 12. mars 2023 16:36
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Sterkur sigur hjá Freiburg
Freiburg 2 - 1 Hoffenheim
1-0 Maximilian Eggestein ('5 )
1-1 Angelo Stiller ('48 )
2-1 Ritsu Doan ('89 )
Rautt spjald: Ozan Kabak, Hoffenheim ('84)

Freiburg er í fjórða sæti þýsku deildarinnar eftir 2-1 sigurinn á Hoffenheim í dag.

Maximilian Eggestein kom Freiburg í forystu á 5. mínútu en Angelo Stiller jafnaði fyrir gestina í upphafi síðari hálfleiks.

Ozan Kabak, varnarmaður Hoffenheim, fékk að líta rauða spjaldið þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Annað gula spjaldið hans og reyndist þetta þungt fyrir Hoffenheim.

Fimm mínútum síðar skoraði japanski kantmaðurinn Ritsu Doan sigurmark Freiburg og þar við sat.

Freiburg er með 45 stig í fjórða sæti, jafnmörg og Leipzig sem er í þriðja sætinu. Hoffenheim er hinsvegar í neðsta sæti með 19 stig.
Athugasemdir
banner
banner