Mikel Arteta, stjóri Arsenal, gerði margar breytingar á liðinu fyrir leik kvöldsins gegn PSV enda var liðið með 7-1 forystu eftir leikinn í Hollandi.
Leiknum í kvöld lauk með 2-2 jafntefli en það eina sem var í huga Arteta var að komast áfram.
Leiknum í kvöld lauk með 2-2 jafntefli en það eina sem var í huga Arteta var að komast áfram.
„Við byrjuðum vel og skoruðum mark. Við komumst yfir í tvígang en því miður tókst okkur ekki að vinna leikinn. Maður sá að við vorum þreyttir í seinni hálfleik, við vorum seinir og skorti samheldni því það voru margar breytingar. Heilt yfir erfum við ánægðir því við erum þar sem við viljum vera," sagði Arteta.
„Það eru nokkrir leikmenn sem áttu skilið að spila smá fótbolta og ég var ánægður að gefa þeim tækifæri. Við gátum bætt ýmislegt."
Athugasemdir