Hinn brasilíski Ronaldo greindi frá því í desember að hann hyggðist bjóða sig fram til forseta brasilíska fótboltasambandsins.
Hann hefur nú dregið framboðið til baka.
„Ef meirihluti með ákvörðunarvald telur að brasilískur fótbolti er í góðum höndum skiptir mín skoðun ekki máli,“ segir Ronaldo.
„Í samtali mínu við 27 aðildarfélög voru 23 dyr lokaðar. Sambandið bauð mig ekki velkominn, þeir telja sig vera sátta með stjórn sambandsins. Ég fékk ekki tækifæri til að kynna mitt verkefni, deila hugmyndum og leyfa þeim að heyra eins og ég vildi. Það var ekkert opið fyrir samræður."
Ronaldo er 48 ára en hann er algjör goðsögn í Brasilíu. Hann var einn besti framherji í heimi á sínum tíma en hann lék með liðum á borð við Barcelona, Real Madrid, Inter MIlan og AC MIlan. Hann vann HM tvisvar með brasilíska landsliðinu.
Athugasemdir