Heimild: nufc.is
Newcastle United klúbburinn á Íslandi stendur fyrir glæsilegum viðburði á Ölvari sunnudaginn 16. mars þegar Newcastle mætir Liverpool í úrslitaleik enska deildabikarsins.
Salurinn opnar 13:00 og dagskrá hefst 14:00. Leikurinn sjálfur hefst svo 16:30. Tilboð verður á mat og drykk, pub quiz og tónlistaratriði.
Salurinn opnar 13:00 og dagskrá hefst 14:00. Leikurinn sjálfur hefst svo 16:30. Tilboð verður á mat og drykk, pub quiz og tónlistaratriði.
„Við ætlum að búa til góða stemningu og fagna þessum stórviðburði með okkar fólki. Staðurinn verður skreyttur í anda Newcastle United, svarti og hvíti liturinn verður allsráðandi! Við hvetjum alla stuðningsmenn Newcastle á Íslandi til að fjölmenna og tryggja sér sæti snemma. Þetta verður kvöld sem enginn Newcastle stuðningsmaður vill missa af. Vertu með í hópnum!" segir í frétt á heimasíðu íslenska stuðningsmannaklúbbsins.
Það þarf varla að taka það fram en Newcastle menn stefna á titilinn.
Smelltu hér til að skoða viðburðinn á Facebook
Athugasemdir