Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 12. apríl 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hörður Björgvin verður á leikskýrslu hjá Úlfunum í 4. deild
Hörður Björgvin Magnússon.
Hörður Björgvin Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður CSKA Moskvu í Rússlandi, verður á leikskýrslu hjá Úlfunum í 4. deild karla á Íslandi í sumar.

Lárus Rúnar Grétarsson, þjálfari liðsins, greinir frá þessu á samfélagsmiðlinum á Twitter.

„Hörður Björgvin mun verða á leikskýrslu hjá hinum íslensku Úlfum í sumar. Ekki sem leikmaður, heldur sem forráðamaður og einn af eigendum hinna íslensku Úlfa. Staðfest," skrifar Lárus.

Hörður, sem er 28 ára gamall A-landsliðsmaður, er uppalinn hjá Fram en hefur verið í atvinnumennsku frá 2011. Hann fór fyrst til ítalska stórliðsins Juventus og lék hann með Spezia og Cesena á Ítalíu. Hann fór til Bristol City á Englandi en hefur verið í Rússlandi með CSKA frá 2018.

Úlfarnir eru í samstarfi við Knattspyrnufélagið Fram. Leikir Úlfanna verða spilaðir á Framvellinum í Safamýri í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner