Leikmenn og stuðningsmenn rússneska félagsins CSKA Moskvu sendu Herði Björgvini Magnússyni batakveðjur fyrir leik liðsins gegn Rotor í deildinni í kvöld.
Hörður sleit hásin í 2-1 sigri CSKA á Tambov í síðustu viku en hann verður ekki meira með liðinu á þessari leiktíð.
Hann gekkst undir aðgerð í Turku í Finnlandi á föstudag og snéri svo aftur til Moskvu eftir aðgerðina. Hörður stefnir á að snúa aftur á völlinn í september.
CSKA er að spila gegn Rotor í rússnesku deildinni þegar þetta er skrifað en fyrir leik voru leikmenn liðsins í bol með númerinu 23 og framan á bolnum stóð „Láttu þér batna, Maga!".
Stuðningsmenn voru svo með borða í stúkunni og ljóst að hann er í miklum metum hjá klúbbnum. Hörður þakkaði fyrir sig á Twitter en hér fyrir neðan má sjá svar hans við færslu CSKA og mynd af gjörningnum.
Really thankful for this gesture from my teammates, the club and fans ❤️💙 It means alot and motivates me. We are in this together!
— Hörður B. Magnússon (@HordurM34) April 12, 2021
Благодарен за этот жест партнёрам по команде, клубу и болельщикам ❤️💙 Это многое значит для меня и сильно мотивирует. Мы единое целое! @pfc_cska https://t.co/8UqEReRtFz
Athugasemdir