Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mán 12. apríl 2021 17:45
Brynjar Ingi Erluson
Láttu þér batna, Maga!
Hörður Björgvin Magnússon
Hörður Björgvin Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikmenn og stuðningsmenn rússneska félagsins CSKA Moskvu sendu Herði Björgvini Magnússyni batakveðjur fyrir leik liðsins gegn Rotor í deildinni í kvöld.

Hörður sleit hásin í 2-1 sigri CSKA á Tambov í síðustu viku en hann verður ekki meira með liðinu á þessari leiktíð.

Hann gekkst undir aðgerð í Turku í Finnlandi á föstudag og snéri svo aftur til Moskvu eftir aðgerðina. Hörður stefnir á að snúa aftur á völlinn í september.

CSKA er að spila gegn Rotor í rússnesku deildinni þegar þetta er skrifað en fyrir leik voru leikmenn liðsins í bol með númerinu 23 og framan á bolnum stóð „Láttu þér batna, Maga!".

Stuðningsmenn voru svo með borða í stúkunni og ljóst að hann er í miklum metum hjá klúbbnum. Hörður þakkaði fyrir sig á Twitter en hér fyrir neðan má sjá svar hans við færslu CSKA og mynd af gjörningnum.


Athugasemdir
banner