Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
   fös 12. apríl 2024 23:54
Brynjar Ingi Erluson
Mjólkurbikarinn: ÍH vann Ými í spennuleik - Dalvík/Reynir, Grindavík og Selfoss áfram
ÍH er komið áfram í 32-liða úrslit
ÍH er komið áfram í 32-liða úrslit
Mynd: ÍH
Grindavík vann öruggan 3-0 sigur
Grindavík vann öruggan 3-0 sigur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
ÍH er komið áfram í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir ótrúlega dramatískan sigur á Ými í Skessunni í kvöld. Dalvík/Reynir, Grindavík. Hafnir og Selfoss eru einnig komin áfram.

Ýmir lenti 3-0 undir í leiknum en Emil Skorri Þ. Brynjólfsson, Eiður Gauti Sæbjörnsson og Arian Ari Morina komu Ými aftur inn í leikinn.

Það kom liðinu í framlengingu og tókst Arian að koma Ými yfir þar en ÍH jafnaði. Ekki tókst að knýja fram sigurvegara í framlengingunni og fór því vítaspyrnukeppni fram en þar hafði ÍH betur og verður liðið því í pottinum þegar dregið verður í 32-liða úrslit á mánudag.

Selfoss vann þá Kára 3-1. Selfyssingar lentu marki undir á 19. mínútu. Kári náði að halda í forystuna stærstan hluta leiksins en á 71. mínútu jafnaði Alfredo Sanabria og í kjölfarið skoruðu Selfyssingar tvö mörk til viðbótar og klára dæmið.

Grindavík vann Hvíta riddarann 3-0. Josip Krznaric, Hassan Jalloh og Dennis Moreno skoruðu mörk Grindavíkur. Hafnir unnu Úlfanna með sömu markatölu á meðan Dalvík/Reynir lagði KF að velli, 2-0, í Boganum á Akureyri.

Úrslit og markaskorarar:

Selfoss 3 - 1 Kári
0-1 Hektor Bergmann Garðarsson ('19 )
1-1 Alfredo Ivan Arguello Sanabria ('71 )
2-1 Ívan Breki Sigurðsson ('78 )
3-1 Gonzalo Zamorano Leon ('80 )

Hvíti riddarinn 0 - 3 Grindavík
0-1 Josip Krznaric ('14 )
0-2 Hassan Jalloh ('70 )
0-3 Dennis Nieblas Moreno ('88 )

Dalvík/Reynir 2 - 0 KF
1-0 Áki Sölvason ('26 )
2-0 Dagbjartur Búi Davíðsson ('66 )

Hafnir 3 - 0 Úlfarnir
1-0 Einar Sæþór Ólason ('6 )
2-0 Max William Leitch ('16 )
3-0 Max William Leitch ('35 )

ÍH 4 - 4 Ýmir (ÍH áfram eftir vítakeppni)
Athugasemdir
banner
banner
banner