Rodrygo orðaður við Liverpool - Mörg félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro - Dortmund hefur áhuga á Greenwood
   fös 12. apríl 2024 18:07
Brynjar Ingi Erluson
Raphinha leikmaður vikunnar í Meistaradeildinni
Raphinha var frábær gegn PSG
Raphinha var frábær gegn PSG
Mynd: EPA
UEFA, fótboltasamband Evrópu, hefur valið brasilíska vængmanninn Raphinha besta leikmann vikunnar í Meistaradeild Evrópu.

Raphinha lék á als oddi í 3-2 sigri Barcelona á Paris Saint-Germain á miðvikudag en hann skoraði tvö mörk í leiknum og sá til þess að Börsungar færu með fínasta veganesti til Barcelona.

Hann var í kjölfarið valinn maður leiksins og hefur hann nú verið verðlaunaður af UEFA.

UEFA hefur valið hann besta leikmann vikunnar í Meistaradeildinni en þar hafði hann betur gegn þeim Phil Foden, Vinicius Junior, Harry Kane og Antoine Griezmann.


Athugasemdir
banner
banner