Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 12. maí 2020 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Maldini hvetur Rangnick til að læra um virðingu
Ralf Rangnick.
Ralf Rangnick.
Mynd: Getty Images
Maldini er goðsögn hjá Milan.
Maldini er goðsögn hjá Milan.
Mynd: Getty Images
Paolo Maldini, goðsögn hjá AC Milan, segir að Þjóðverjinn Ralf Rangnick verði að læra um hugtakið virðingu.

Maldini starfar sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Milan sem er að vinna að því að verða aftur eitt stærsta félag Evrópu. Milan hefur rætt við Rangnick um að gerast þjálfari liðsins en hann sagði það sjálfur í síðustu viku.

Rangnick hefur þjálfað félög á borð við Schalke, Hoffenheim, Stuttgart og Leipzig. Hann hefur tvisvar þjálfað Leipzig en hann tók við sem bráðabirgðaþjálfari árið 2015 og svo stýrði hann liðinu á síðustu leiktíð áður en hann hætti.

Hann er í dag yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull sem á félög víða um heim.

Í síðustu viku sagði að það þyrfti eitthvað mikið að gerast til þess að hann færi aftur út í þjálfun. Hann sagði: „Ég er ekkert að hugsa um fjárhagslegu hliðarnar. Þetta snýst um það hvort ég fái að hafa áhrif. Þetta snýst kannski ekki beint um völd þó maður þurfi þau í ákveðnum aðstæðum."

Maldini var ekki sáttur með þessi ummæli. „Ég hef aldrei talað við Rangnick og ég veit ekki hvað hann er að tala um. Ég hef líka ekkert heyrt frá eigandanum í þessum efnum," sagði Maldini í viðtali við ANSA.

„Þýski þjálfarinn er að tala um hlutverk þar sem hann myndi hafa fulla stjórn á því sem gerist innan og utan vallar. Með því er hann að ráðast inn á svæði þar sem menn eru með samninga. Áður en hann fer að læra ítölsku þá ætti hann að læra um hugtakið virðingu. Samstarfsmenn mínir eru, þrátt fyrir mikla erfiðleika, að reyna að klára tímabilið á mjög fagmannlegan hátt."

Áður en pása var gerð á tímabilinu á Ítalíu var Milan í sjöunda sæti deildarinnar. Ítölsk félög áætla að hefja æfingar að nýju á mánudaginn en enn er stefnt að því að klára A-deildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner