Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 12. maí 2021 18:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Chelsea og Arsenal: Alls tólf breytingar
Kepa byrjar.
Kepa byrjar.
Mynd: Getty Images
Það er Lundúnaslagur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þar sem Chelsea og Arsenal mætast.

Chelsea er í góðri stöðu í Meistaradeildarbaráttunni og á stórleiki framundan, úrslitaleik enska bikarsins og úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Arsenal er aftur á móti á slæmum stað, liðið datt út í undanúrslitum Evrópudeildarinnar eftir arfaslaka frammistöðu og á litla möguleika á Evrópusæti í vor.

Kepa Arrizabalaga fær tækifæri í markinu hjá Chelsea í dag en Thomas Tuchel gerir alls sjö breytingar frá sigrinum gegn Manchester City um síðustu helgi. Thiago Silva, Kurt Zouma, Ben Chilwell, Jorginho, Mason Mount og Kai Havertz koma inn í liðið ásamt Kepa.

Mikel Arteta gerir fimm breytingar á liði Arsenal frá sigurleiknum við West Brom um síðustu helgi. Pierre-Emerick Aubameyang kemur inn ásamt Kieran Tierney, Martin Ödegaard, Thomas Partey og Pablo Marí.

Byrjunarlið Chelsea: Kepa, James, Azpilicueta, Silva, Zouma, Chilwell, Jorginho, Gilmour, Pulisic, Mount, Havertz.
(Varamenn: Mendy, Alonso, Werner, Giroud, Hudson-Odoi, Ziyech, Emerson, Anjorin, Livramento)

Byrjunarlið Arsenal: Leno, Gabriel, Mari, Holding, Tierney, Partey, Elneny, Saka, Odegaard, Smith Rowe, Aubameyang.
(Varamenn: Ryan, Bellerin, Ceballos, Lacazette, Willian, Cedric, Pepe, Chambers, Martinelli)
Athugasemdir
banner
banner