Snæfell hefur ákveðið að mæta ekki til leiks á Íslandsmótinu í sumar og hefur gefið sæti sitt í A-riðli 4. deildar.
Snæfellingar munu ekki freista þess að reyna að komast upp um deild og skilja átta félög eftir í A-riðli.
Afríka, Árborg, Berserkir, GG, Ísbjörninn, KFR, Kría og RB eru áfram í riðlinum en allir leikir Snæfells falla niður.
Snæfell fékk aðeins eitt stig í fjórðu deildinni í fyrra og endaði með -74 í markatölu. Snæfellingar skoruðu 8 mörk og fengu 82 á sig í 12 leikjum.
Athugasemdir