Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 12. maí 2021 22:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stór orð Reynis í garð Brynjars
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrrum miðvörðurinn Reynis Leósson hrósaði Brynjari Inga Bjarnasyni, miðverði KA í Stúkunni á Stöð 2 Sport í kvöld.

Brynjar Ingi er 21 árs gamall en hann er búinn að spila 30 leiki í Pepsi Max-deildinni síðustu tvö sumur. Brynjar hefur verið frábær í fyrstu þremur leikjum KA í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Það var talað um hann á Stöð 2 Sport í kvöld og lét Reynir nokkuð stór orð falla.

„Hann spilaði eins og kóngur í öftustu línu hjá KA. Hann lítur betur og betur út með hverjum deginum," sagði Guðmundur Benediktsson.

„Mér finnst hann vera - í þessum fyrstu þremur umferðum - besti miðvörðurinn í deildinni... þarna erum við að sjá leikmann sem hefur allt til brunns að bera til að stíga stærra skref á ferlinum."

Það var sýnt myndband af því þegar Brynjar bar boltann upp völlinn en hann er mjög góður á boltanum.

„Ég hef ekki oft séð þetta hjá íslenskum miðvörðum. Hvernig hann er að framkvæma þessar stöður sem hann lendir í með boltanum, hann er að leysa það vel og þessi maður virðist vera með allt á hreinu; varnarlega og sóknarlega, algjörlega frábær."
Athugasemdir
banner
banner