Franski framherjinn Karim Benzema er nú annar markahæsti leikmaður Real Madrid frá upphafi ásamt Raul Gonzalez en þetta varð ljóst eftir að hann skoraði í 6-0 sigrinum á Levante í kvöld.
Benzema, sem gekk í raðir Madrídinga frá Lyon árið 2009, náði afar merkum áfanga í sigrinum.
Hann skoraði annað mark liðsins gegn Levante en það var 323. mark hans fyrir Real Madrid.
Þar með jafnaði hann Raul Gonzalez og deila þeir því öðru sætinu yfir markahæstu menn félagsins frá upphafi.
Raul gerði 323 mörk á sextán árum sínum hjá félaginu en það tók Benzema aðeins þrettán ár. Benzema þurfti aðeins 603 leiki en Raul gerði það í 741 leik.
Cristiano Ronaldo er auðvitað markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi en hann gerði 450 mörk á níu árum sínum þar.
Karim Benzema draws level with Raul as Real Madrid's second all-time top goalscorer 🤍 pic.twitter.com/lF2x2SITts
— GOAL (@goal) May 12, 2022
Athugasemdir