Emil Hallfreðsson, leikmaður íslenska landsliðsins var afar glaður eftir 2-1 sigur Íslands á Tékkum í kvöld.
Tékkar komust yfir í seinni hálfleik en eftir það spiluðu strákarnir okkar frábærlega, snéru leiknum sér í vil og innbirgðu að lokum frábær þrjú stig.
Tékkar komust yfir í seinni hálfleik en eftir það spiluðu strákarnir okkar frábærlega, snéru leiknum sér í vil og innbirgðu að lokum frábær þrjú stig.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 1 Tékkland
„Þetta var baráttu sigur, þetta var kannski ekki besti fótboltaleikurinn sem við höfum spilað í þessari keppni en úrslitin voru okkur í hag í dag."
„Mér fannst við alltaf vera með tökin, svo fáum við þetta mark á okkur og þá virðumst við vakna til lífsins."
Ísland er auðvitað í efsta sæti riðilsins síns eftir sigurinn og Emil er afar ánægður með það.
„Tilfinningin er mjög góð, við erum á toppnum og það er eitthvað sem við erum ekki vanir."
Emil segir möguleika liðsins á að halda sér á toppnum ágæta.
„Þeir eru ágætir, við eigum Hollendinga næst og þeir eru erfiðir. Við skulum leyfa okkur að vera sáttir í bili þangað til í september."
Athugasemdir

























