Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   lau 12. júní 2021 19:59
Elvar Geir Magnússon
Matti Villa: Verðum að hysja upp um okkur brækurnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH tapaði sínum þriðja leik í röð þegar liðið beið lægri hlut gegn Víkingum í Pepsi Max-deildinni í dag. FH-ingum gekk erfiðlega að skapa sér færi í Fossvoginum og uppskera liðsins á tímabilinu alls ekki eftir væntingum.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 FH

„Við erum vonsviknir, við byrjuðum frábærlega í fyrri hálfleik og spiluðum eins og við töluðum um. Eftir að þeir skora þá fá þeir þetta upp í sínar hendur og vinna verðskuldað finnst mér," sagði Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH, hreinskilinn eftir leik.

Hvað þarf FH að gera betur til að fara að safna stigum?

„Við þurfum að spila betur í 90 mínútur, við höfum oft spilað einhverja parta af leikjunum vel. Við þurfum að sækja betur og verjast betur, það er einfalda svarið. Þetta er ekki nægulega gott."

„Okkur öllum í FH finnst að við getum gert betur. Þetta var fyrsti leikur eftir þriggja vikna pásu hjá okkur og Janssen sprautu. Það er leiðinlegt að afsaka sig með því. Við þurfum bara að hysja upp okkur brækurnar."
Athugasemdir
banner