Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   sun 12. júní 2022 17:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild kvenna: ÍA fór á Vopnafjörð og tók þar sigur
ÍA vann góðan útisigur.
ÍA vann góðan útisigur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einherji 0 - 2 ÍA
0-1 Bryndís Rún Þórólfsdóttir ('28 )
0-2 Unnur Ýr Haraldsdóttir ('80 )

Það var einn leikur í 2. deild kvenna í dag og var hann á Vopnafirði, þeim glæsilega stað.

Einherji tók á móti ÍA og var hart barist, en Skagastúlkur tóku forystuna þegar Bryndís Rún Þórólfsdóttir kom boltanum í netið á 28. mínútu.

Staðan var 0-1 alveg fram á 80. mínútu, en þá gerði Unnur Ýr Haraldsdóttir út um leikinn með öðru marki ÍA.

Lokatölur 0-2 og er þetta fyrsti sigur ÍA í sumar en þær eru búnar að spila tvo leiki. Skagastúlkur eru með þrjú stig og er Einherji án stiga eftir fyrstu þrjá leiki sína.
Athugasemdir
banner
banner
banner