Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
banner
   mið 12. júní 2024 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Éderson orðaður við Liverpool: Forvitinn um úrvalsdeildina
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Brasilíski miðjumaðurinn José Éderson da Silva er eftirsóttur eftir að hafa gert flotta hluti frá komu sinni til Atalanta.

Éderson á þrjú ár eftir af samningi við Atalanta en hefur meðal annars verið orðaður við Liverpool í ítölskum fjölmiðlum.

„Mér líður vel hjá Atalanta og þessa stundina er ég ekki að hugsa um neitt annað en brasilíska landsliðið," svaraði Éderson þegar hann var spurður út í möguleg félagsskipti til Liverpool.

Éderson er 24 ára gamall og fer með Brasilíu á Copa América í sumar, eftir að hafa spilað 53 leiki með Atalanta á nýliðnu tímabili.

„Mér líkar mjög vel við Ítalíu og ítalska boltann en ég er forvitinn um ensku úrvalsdeildina.

„Ég fer ekki frá Atalanta nema að félagið samþykki kauptilboð í mig. Atalanta ræður framtíðinni minni. Ég er ánægður sama hvaða ákvörðun verður tekin."


Ederson lék með Cruzeiro og Corinthians í heimalandinu áður en hann var fenginn til Salernitana á Ítalíu og þaðan til Atalanta.
Athugasemdir
banner
banner
banner