Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   mið 12. júní 2024 11:30
Elvar Geir Magnússon
Markvörður Real Madrid og Úkraínu orðaður við Arsenal
Mynd: EPA
Spænskir fjölmiðlar segja Arsenal vilja fá markvörðinn Andriy Lunin frá Real Madrid. Þessi 25 ára úkraínski landsliðsmaður var aðalmarkvörður Real Madrid á liðnu tímabili vegna meiðsla Thibaut Courtois.

Lunin stóð sig afskaplega vel en Courtois er nú mættur aftur og lék í 2-0 sigrinum gegn Borussia Dortmund í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Lunin á bara eftir eitt ár af samningi sínum við Real Madrid og framtíð hans er í óvissu. Real Madrid hefur boðið honum samning til 2029.

Lunin hefur hinsvegar fleiri kosti í stöðunni og mun væntanlega taka ákvörðun um framtíð sína eftir Evrópumótið. Úkraína er í E-riðli ásamt Belgíu, Slóvakíu og Rúmeníu.
Athugasemdir
banner
banner
banner