Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   mið 12. júní 2024 16:30
Elvar Geir Magnússon
Santos tekur við Aserbaídsjan (Staðfest)
Mynd: EPA
Fernando Santos, fyrrum landsliðsþjálfari Portúgals, hefur verið ráðinn nýr landsliðsþjálfari Aserbaídsjan.

Stærsta afrek Santos kom 2016 þegar hann stýrði portúgalska landsliðinu óvænt til sigurs á Evrópumótinu. Liðið vann heimamenn í Frakklandi í úrslitaleiknum, eftir að hafa gert jafntefli gegn Íslandi í riðlakeppni mótsins.

Aserbaídsjan er í 112. sæti á styrkleikalista FIFA en til samanburðar situr Ísland í 72. sæti.

Santos starfaði síðast sem landsliðsþjálfari Póllands en var rekinn í september, eftir aðeins átta mánuði í starfi.


Athugasemdir
banner
banner