Brynjar Ingi Erluson skrifar Växjö

Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, er ánægð með stigið sem liðið fékk á móti Norðmönnum og segir að þær ætli að spila agað á móti Þjóðverjum.
,,Við erum mjög sáttar með þetta stig og eins og ég segi þá hefðum við hugsanlega getað fengið þrjú stig en við erum sáttar með eitt stig," sagði Sara.
,,Það er margt sem við hefðum getað lagað í fyrri hálfleik og mér fannst við koma út í seinni hálfleik og gera það."
,,Ég held að það sé mikilvægt að við séum mjög agaðar og reynum að taka út það sem við gerðum í seinni hálfleik á móti Noregi. Það eru ekki margir sem myndu tippa á okkur, en kannski eftir Noregsleikinn þá heldur fólk að þetta verður erfiðara."
,,Leikirnir fóru báðir jafntefli þannig að við þurfum á stigi að halda. Maður bjóst við sigri Þýskalands, en það sýnir að Holland er með mjög sterkt lið og það verður líka mjög erfiður leikur."
,,Ég þekki eina mjög vel sem spilar með mér í Malmö, hún er mjög góð og þetta eru allt mjög góðir leikmenn. Hún er mjög öflug og við þurfum að stoppa hana, það verður einhver bakvörður sem þarf að stöðva hana."
,,Ég var mjög ánægð með mína frammistöðu og þá helst frammistöðu allra leikmanna. Það er smá breyting frá árinu 2009, ég hef spilað fleiri landsleiki og fór út í atvinnumennsku, ég hef þróast og þroskast sem leikmaður," sagði Sara að lokum
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir