
FH og Breiðablik eru þessa stundina að keppa í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna og er staðan 2-2 eftir 90 mínútur.
Lestu um leikinn: FH 2 - 3 Breiðablik
Leikurinn fer því í framlengingu en FH tók forystuna í tvígang í venjulegum leiktíma. Thelma Karen Pálmadóttir skoraði bæði mörk Hafnfirðinga á Laugardalsvelli en Samantha Smith og Birta Georgsdóttir svöruðu fyrir Blika.
Leikurinn hefur verið afar kaflaskiptur þar sem bæði komust hársbreidd frá því að bæta fleiri mörkum við en tókst ekki. Thelma Karen komst meðal annars hársbreidd frá því að fullkomna þrennuna þegar skot hennar fór í innanverða stöngina en rataði ekki yfir marklínuna.
Blikar sóttu á lokamínútunum, eftir að hafa verið vaðandi í færum fyrr í leiknum, en sköpuðu ekki mikla hættu svo flautað var til framlengingar. Hægt er að fylgjast með gangi mála í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Athugasemdir