Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
   lau 16. ágúst 2025 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Hefja titilvörnina á sigri gegn níu andstæðingum
Rashford kom inn af bekknum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mallorca 0 - 3 Barcelona
0-1 Raphinha ('7 )
0-2 Ferran Torres ('23 )
0-3 Lamine Yamal ('94)
Rautt spjald: Manu Morlanes, Mallorca ('33)
Rautt spjald: Vedat Muriqi, Mallorca ('39)

Barcelona hefur hafið titilvörnina sína í spænsku deildinni á þægilegum sigri í Mallorca.

Raphinha skoraði fyrsta mark leiksins með skalla eftir laglega fyrirgjöf frá Lamine Yamal og tvöfaldaði Ferran Torres forystuna með glæsimarki utan vítateigs.

Staðan var orðin 0-2 eftir 23 mínútur og tíu mínútum síðar lét Manu Morlanes reka sig af velli í liði heimamanna með seinna gula spjaldið sitt. Skömmu síðar fékk Vedat Muriqi að líta beint rautt spjald fyrir grófa tæklingu.

Níu leikmenn Mallorca kláruðu því leikinn gegn ellefu leikmönnum Barca og tókst Spánarmeisturunum ekki að bæta marki við fyrr en í uppbótartíma þegar Yamal setti boltann yfir marklínuna.

Mallorca varðist ótrúlega vel tveimur leikmönnum færri svo lokatölur urðu 0-3 í fyrstu umferð á nýju tímabili.

Marcus Rashford fékk að spreyta sig síðustu 20 mínútur leiksins en tókst ekki að búa til mark.
Athugasemdir
banner
banner