Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
   lau 16. ágúst 2025 19:46
Ívan Guðjón Baldursson
Arftaki Mbeumo kominn fyrir metfé (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Brentford er búið að ganga frá kaupum á Dango Ouattara sem kemur úr röðum Bournemouth fyrir um 42 milljónir punda.

Ouattara verður því dýrasti leikmaður í sögu Brentford en hann kom að 13 mörkum í 37 leikjum í öllum keppnum á síðustu leiktíð.

Hann er kantmaður og er keyptur til að fylla í skarðið sem Bryan Mbeumo skilur eftir sig með félagaskiptum sínum til Manchester United.

Ouattara er fimmti leikmaðurinn sem gengur til liðs við Brentford í sumar eftir Jordan Henderson, Michael Kayode, Caoimhín Kelleher og Antoni Milambo.

Brentford er enn í leit að nýjum framherja til að fylla í skarðið fyrir Yoane Wissa ef hann verður seldur til Newcastle. Brentford vill ekki selja Wissa fyrr en arftaki finnst.

Bournemouth er búið að selja mikið af öflugum leikmönnum í sumar og verður áhugavert að fylgjast með gengi liðsins á tímabilinu.

   15.08.2025 07:00
Ouattara á leið til Brentford fyrir metfé



Athugasemdir
banner