Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
Virkilega ánægð með skiptin í Breiðablik - „Vildi vinna bikara og það hefur komið"
„,Þetta er bara geggjað, þetta er bara bilun"
Thelma Karen: Eigum endalaust inni og þetta er ekki búið
Guðni meyr: Stoltur af því að vera FH-ingur
Nik eftir sigur í úrslitaleiknum: Þetta er ótrúlegt
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
   lau 16. ágúst 2025 19:13
Sölvi Haraldsson
Thelma Karen: Eigum endalaust inni og þetta er ekki búið
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta var frábær upplifun, fullt af fólki sem kom og horfði. Ég er stolt að því að vera FH-ingur, þetta er fólkið okkar. Ég er ótrúlega svekkt akkúrat núna.“ sagði Thelma Karen Pálmadóttir, leikmaður FH, eftir 3-2 tap gegn Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Breiðablik

„Mér fannst við gefa allt í þetta. Fyrri hálfleikurinn var ekkert spes en í seinni voru þær bara búnar. Við vorum óheppnar að fara í framlengingu og óheppnar að vinna þær ekki.“

Var þetta eitthvað extra súrt?

„Já klárlega, sérstaklega þegar þetta fer svona í framlengingu. Við vorum að hlaupa og hlaupa og vinna fyrir þessu. Svo endar þetta svona og það er ótrúlega svekkjandi. En við eigum endalaust inni og þetta er ekki búið.“

Það eru margir góðir og efnilegir leikmenn í FH liðinu.

„Já klárlega. Við erum með geggjað lið og geggjaðar stelpur. Eins og ég sagði að þá er þetta ekki búið núna við ætlum okkur meira en þetta. Hvort sem það gerist í dag eða seinna.“

Einhver orð um stuðninginn í stúkunni í dag?

„Bara takk FH-ingar fyrir að mæta. Þetta var brjálaður stuðningur, ég er bara ótrúlega þakklát.“
Athugasemdir
banner
banner