Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
   lau 16. ágúst 2025 19:13
Sölvi Haraldsson
Thelma Karen: Eigum endalaust inni og þetta er ekki búið
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta var frábær upplifun, fullt af fólki sem kom og horfði. Ég er stolt að því að vera FH-ingur, þetta er fólkið okkar. Ég er ótrúlega svekkt akkúrat núna.“ sagði Thelma Karen Pálmadóttir, leikmaður FH, eftir 3-2 tap gegn Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Breiðablik

„Mér fannst við gefa allt í þetta. Fyrri hálfleikurinn var ekkert spes en í seinni voru þær bara búnar. Við vorum óheppnar að fara í framlengingu og óheppnar að vinna þær ekki.“

Var þetta eitthvað extra súrt?

„Já klárlega, sérstaklega þegar þetta fer svona í framlengingu. Við vorum að hlaupa og hlaupa og vinna fyrir þessu. Svo endar þetta svona og það er ótrúlega svekkjandi. En við eigum endalaust inni og þetta er ekki búið.“

Það eru margir góðir og efnilegir leikmenn í FH liðinu.

„Já klárlega. Við erum með geggjað lið og geggjaðar stelpur. Eins og ég sagði að þá er þetta ekki búið núna við ætlum okkur meira en þetta. Hvort sem það gerist í dag eða seinna.“

Einhver orð um stuðninginn í stúkunni í dag?

„Bara takk FH-ingar fyrir að mæta. Þetta var brjálaður stuðningur, ég er bara ótrúlega þakklát.“
Athugasemdir
banner