
„Þetta var frábær upplifun, fullt af fólki sem kom og horfði. Ég er stolt að því að vera FH-ingur, þetta er fólkið okkar. Ég er ótrúlega svekkt akkúrat núna.“ sagði Thelma Karen Pálmadóttir, leikmaður FH, eftir 3-2 tap gegn Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins.
Lestu um leikinn: FH 2 - 3 Breiðablik
„Mér fannst við gefa allt í þetta. Fyrri hálfleikurinn var ekkert spes en í seinni voru þær bara búnar. Við vorum óheppnar að fara í framlengingu og óheppnar að vinna þær ekki.“
Var þetta eitthvað extra súrt?
„Já klárlega, sérstaklega þegar þetta fer svona í framlengingu. Við vorum að hlaupa og hlaupa og vinna fyrir þessu. Svo endar þetta svona og það er ótrúlega svekkjandi. En við eigum endalaust inni og þetta er ekki búið.“
Það eru margir góðir og efnilegir leikmenn í FH liðinu.
„Já klárlega. Við erum með geggjað lið og geggjaðar stelpur. Eins og ég sagði að þá er þetta ekki búið núna við ætlum okkur meira en þetta. Hvort sem það gerist í dag eða seinna.“
Einhver orð um stuðninginn í stúkunni í dag?
„Bara takk FH-ingar fyrir að mæta. Þetta var brjálaður stuðningur, ég er bara ótrúlega þakklát.“
Athugasemdir