City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
Guðni Eiríks: Skortur á fókus
Thelma Karen: Það verður fróðlegt að sjá sendingarhlutfallið
Arnar: Hver hefði trúað því eftir Kósovó leikina?
Álfhildur Rósa: Við samgleðjumst honum heldur betur
Einar Guðna: Þetta var þroskuð frammistaða
Nik: Aðal fókusinn er Breiðablik
Óli Kristjáns: Þetta snerist ekkert um það
Segir þetta varla gerast súrara - „Þú getur hringt í mig á morgun“
„Skuldum stuðningsmönnunum að taka á móti titlinum heima eftir tapið í fyrra“
Jökull óskar Víkingum til hamingju með titilinn: „Ekkert sálfræðistríð í því“
Gylfi: Ef við klárum þetta þá verður þetta sætara
Sigurjón um Rúnar: Einn besti þjálfari á landinu, ef ekki sá besti
Túfa: Alltof margir dottnir úr liðinu
Helgi Sig: Fjórða sætið er innan seilingar
Hrannar Snær: Við ætlum að halda okkur uppi
Birnir Snær: 5-10 mínútur þar sem við vorum ekki seigir
Haddi Jónasar: Ég ætla ekki að henda Tönning undir rútuna
Maggi Már: Strætó #15 rúllar í gegnum allan Mosfellsbæinn og fer beint niður á Meistaravelli og stoppar þar fyrir utan
Muhamed Alghoul: Sýndum afhverju við eigum skilið að ná þessu markmiði okkar
Frans Elvarsson: Gaman að loksins vinna á þessum velli
   lau 16. ágúst 2025 19:13
Sölvi Haraldsson
Thelma Karen: Eigum endalaust inni og þetta er ekki búið
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta var frábær upplifun, fullt af fólki sem kom og horfði. Ég er stolt að því að vera FH-ingur, þetta er fólkið okkar. Ég er ótrúlega svekkt akkúrat núna.“ sagði Thelma Karen Pálmadóttir, leikmaður FH, eftir 3-2 tap gegn Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Breiðablik

„Mér fannst við gefa allt í þetta. Fyrri hálfleikurinn var ekkert spes en í seinni voru þær bara búnar. Við vorum óheppnar að fara í framlengingu og óheppnar að vinna þær ekki.“

Var þetta eitthvað extra súrt?

„Já klárlega, sérstaklega þegar þetta fer svona í framlengingu. Við vorum að hlaupa og hlaupa og vinna fyrir þessu. Svo endar þetta svona og það er ótrúlega svekkjandi. En við eigum endalaust inni og þetta er ekki búið.“

Það eru margir góðir og efnilegir leikmenn í FH liðinu.

„Já klárlega. Við erum með geggjað lið og geggjaðar stelpur. Eins og ég sagði að þá er þetta ekki búið núna við ætlum okkur meira en þetta. Hvort sem það gerist í dag eða seinna.“

Einhver orð um stuðninginn í stúkunni í dag?

„Bara takk FH-ingar fyrir að mæta. Þetta var brjálaður stuðningur, ég er bara ótrúlega þakklát.“
Athugasemdir