Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
   lau 16. ágúst 2025 18:03
Ívan Guðjón Baldursson
Silva ánægður með Muniz: Á skilið virðingu
Mynd: EPA
Marco Silva þjálfari Fulham var kátur eftir jafntefli á útivelli gegn Brighton í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Brighton leiddi 1-0 allt þar til seint í uppbótartíma, þegar varamaðurinn Rodrigo Muniz gerði jöfnunarmark á 97. mínútu. Muniz er gríðarlega eftirsóttur þar sem Atalanta er að reyna að kaupa hann til að fylla í skarðið fyrir Mateo Retegui í fremstu víglínu hjá sér.

„Hann á skilið virðingu fyrir að spila svona vel þrátt fyrir orðrómana um framtíðina hans. Rodrigo er ekki lengur ungur strákur, hann er orðinn ungur maður," sagði Silva eftir jafnteflið.

„Hann hefur sannað sig sem úrvalsdeildarframherji á síðustu tveimur árum og ég er viss um að við munum sjá bætingar á hans leik á þessu tímabili. Ég er mjög hrifinn af því hvernig hann er búinn að standa sig á æfingasvæðinu síðustu vikur.

„Ég þekki Rodrigo mjög vel og í dag sýndi hann öllum að hann er atvinnumaður í fótbolta sem leyfir orðrómum ekki að hafa neikvæð áhrif á sig."


Silva sagði í viðtali á dögunum að hann væri ósáttur með hversu illa Fulham hefur gengið á leikmannamarkaðnum í sumar. Félagið á enn eftir að kaupa inn nýja leikmenn til að styrkja hópinn frá síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner