Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
   lau 16. ágúst 2025 19:09
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild: Dýrmætur sigur fyrir Vogamenn
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Þróttur V. 2 - 1 Víkingur Ó.
0-1 Luis Alberto Diez Ocerin ('66 , Mark úr víti)
1-1 Rúnar Ingi Eysteinsson ('77 )
2-1 Jón Jökull Hjaltason ('83 )

Þróttur Vogum tók á móti Víkingi Ólafsvík í mikilvægum slag í toppbaráttu 2. deildar karla í dag.

Staðan var markalaus í leikhlé og tóku gestirnir frá Ólafsvík forystuna á 66. mínútu.

Vogamenn voru staðráðnir í að halda í annað sætið sitt í deildinni og náðu að snúa stöðunni við á næsta stundarfjórðungi. Fyrst jafnaði Rúnar Ingi Eysteinsson metin áður en Jón Jökull Hjaltason gerði sigurmark.

Lokatölur urðu 2-1 fyrir Þrótt sem er í öðru sæti, tveimur stigum á eftir toppliði Ægis. Þróttur er átta stigum fyrir ofan Ólsara eftir þennan sigur.

Tapið í dag er svo gott sem búið að gera út um vonir Ólafsvíkinga um að berjast um annað sætið í deildinni. Það verður erfitt fyrir þá að vinna upp átta stig þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir af deildartímabilinu.

Þróttur V. Jökull Blængsson (m), Guðni Sigþórsson (68'), Auðun Gauti Auðunsson, Anton Breki Óskarsson, Jón Veigar Kristjánsson, Sigurður Agnar Br. Arnþórsson (68'), Jóhannes Karl Bárðarson, Jón Jökull Hjaltason, Almar Máni Þórisson (60'), Rúnar Ingi Eysteinsson (90'), Kostiantyn Pikul
Varamenn Hreinn Ingi Örnólfsson (90'), Anton Freyr Hauks Guðlaugsson, Ólafur Örn Eyjólfsson, Eyþór Orri Ómarsson (68'), Franz Bergmann Heimisson (68'), Birgir Halldórsson (60'), Rökkvi Rafn Agnesarson (m)

Víkingur Ó. Jón Kristinn Elíasson (m), Ingvar Freyr Þorsteinsson, Gabriel Þór Þórðarson, Ivan Lopez Cristobal, Luke Williams (63'), Kristófer Áki Hlinason, Hektor Bergmann Garðarsson (74'), Luis Alberto Diez Ocerin, Björn Henry Kristjánsson, Asmer Begic (63'), Kwame Quee
Varamenn Brynjar Óttar Jóhannsson, Reynir Már Jónsson, Björn Darri Ásmundsson (63), Haukur Smári Ragnarsson, Ingólfur Sigurðsson (74), Ellert Gauti Heiðarsson (63), Kristall Blær Barkarson (m)
2. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Ægir 17 11 2 4 49 - 26 +23 35
2.    Þróttur V. 18 10 3 5 27 - 21 +6 33
3.    Dalvík/Reynir 17 9 2 6 29 - 16 +13 29
4.    Grótta 17 8 5 4 29 - 20 +9 29
5.    Haukar 17 8 3 6 31 - 29 +2 27
6.    Kormákur/Hvöt 17 9 0 8 25 - 29 -4 27
7.    Víkingur Ó. 18 7 4 7 34 - 30 +4 25
8.    KFA 17 7 3 7 44 - 37 +7 24
9.    KFG 17 6 2 9 29 - 40 -11 20
10.    Víðir 17 4 3 10 23 - 30 -7 15
11.    Kári 17 5 0 12 21 - 43 -22 15
12.    Höttur/Huginn 17 3 5 9 21 - 41 -20 14
Athugasemdir
banner
banner