James McAtee er annar leikmaðurinn sem Nottingham Forest kynnir til leiks í dag eftir Omari Hutchinson.
Forest kaupir McAtee frá Manchester City og kostar hann 30 milljónir punda. Miðjumaðurinn sóknarsinnaði skrifar undir fimm ára samning við félagið.
Man City er með sérstakt ákvæði um endurkaupsrétt á leikmanninum en ef félagið kaupir hann ekki til baka þá fær það hluta af hagnaði af endursölu leikmannsins í sína kassa.
Forest hefur nýtt úrvalsdeildartímabil á heimavelli gegn Brentford á morgun og eru nýju leikmennirnir báðir liðtækir fyrir þennan leik.
Ólíklegt er að þeir munu vera í byrjunarliðinu en þeir gætu byrjað á bekknum.
McAtee er 22 ára gamall og hefur verið lykilmaður í yngri landsliðum Englands. Hann vann EM með U21 liðinu í sumar og bar fyrirliðabandið á mótinu.
Forest er í stórsókn á leikmannamarkaðnum þessa dagana og er félagið einnig nálægt því að krækja í Douglas Luiz úr röðum Juventus, auk Arnaud Kalimuendo.
16.08.2025 10:00
Forest að ganga frá kaupum á þremur leikmönnum
Forest's latest addition. ???? pic.twitter.com/o6i7moh4xQ
— Nottingham Forest (@NFFC) August 16, 2025
Athugasemdir