Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 12. júlí 2020 19:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu glæsimark Lacazette og auðveld mörk Tottenham
Tottenham kom til baka og vann endurkomusigur á nágrönnum sínum í Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Alexandre Lacazette kom Arsenal yfir með glæsimarki en Tottenham svaraði því fljótlega og vann svo leikinn með marki sem Toby Alderweireld skoraði eftir hornspyrnu.

„Ég er mjög ánægður með hvernig við spiluðum, en við gáfum þeim bara mörkin," sagði Mikel Arteta, stjóri Arsenal, eftir leikinn.

Morgunblaðið hefur birt myndskeið af mörkum leiksins og má sjá þau hér að neðan.

Tottenham 2 - 1 Arsenal
0-1 Alexandre Lacazette ('16 )
1-1 Son Heung-Min ('19 )
2-1 Toby Alderweireld ('81 )


Athugasemdir
banner