Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 12. júlí 2020 11:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Þurftu mann sem 'rífur kjaft og rífur menn áfram'
Guðjón Pétur Lýðsson.
Guðjón Pétur Lýðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er mjög spennandi, það er frábært að fá Guðjón Pétur inn í þetta," segir Eyjólfur Héðinsson, leikmaður Stjörnunnar, um liðsstyrkinn í Guðjóni Pétri Lýðssyni.

Stjarnan snýr aftur í Pepsi Max-deildina annað kvöld þegar liðið heimsækir Val en á meðan Garðbæingar voru í sóttkví var Guðjón keyptur frá Breiðabliki.

Guðjón æfði vel á meðan nýju liðsfélagar hans voru í sóttkví.

„Hann æfði með Álftanesi að mér skilst, svo var hann eitthvað á Stjörnuvellinum og æfði einn og með 2. flokki. Hann æfði greinilega mjög mikið þegar við byrjum að fara yfir þetta!" sagði Eyjólfu í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.

„Guðjón stækkar leikmannahópinn og er sigurvegari, hann er búinn að vinna þetta allt áður. Hann mun bara styrkja okkur, það er klárt mál. Hann er mikill karakter og það hefur stundum háð okkur (leikmannahópnum) að við erum aðeins of góðir vinir og félagar. Þá kemur hann og rífur kjaft og rífur okkur áfram. Það er það sem við þurftum."

„Við upplifum svolítið það sama og þegar Þórarinn Ingi kom til okkar. Svipuð týpa sem segir bara hlutina eins og þeir eru. Menn fóru upp á tærnar og við fórum á gott 'rönn' þegar Tóti kom."

Hlustaðu á viðtalið við Eyjólf í spilaranum hér að neðan eða í gegnum Podcast forrit.
Stjarnan snýr aftur í Pepsi Max - Eyjó Héðins kominn úr sóttkví
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner