Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   fös 12. júlí 2024 20:15
Anton Freyr Jónsson
Ingibjörg beðið lengi - „Var gráti nær að fagna þessu"
Icelandair
Ingibjörg fagnar markinu í kvöld.
Ingibjörg fagnar markinu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslenska kvennalandsliðið í fótbota vann Þýskaland í sögufrægum leik á Laugardalsvelli í dag og tryggði liðið sér farseðil á Evrópumótið sem fer fram í Sviss á næsta ári. 

„Lengstu 90 mínútur sem ég hef á ævinni spilað en ótrúlega gaman á sama tíma og sýndum allar ótrúlegan mikið karakter í dag og sýndum hvað við vildum þetta mikið og smá leiðinlegt að þetta sé búið." sagði Ingibjörg Sigurðardóttir varnarmaður Íslands eftir þennan sögufræga sigur á Laugardalsvelli í dag.


Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði sitt fyrsta mark með landsliðinu þegar hún kom Íslandi yfir eftir hornspyrnu frá Karólínu Leu strax á þrettándu mínútu leiksins.

„Ég get eiginlega ekki lýst því, búin að bíða eftir þessu ótrúlega lengi og var bara gráti nær þarna að fagna þessu og ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu."


„Ég hef alveg verið að skora mikið með félagsliðum og það hefur verið svona minn styrkleiki en hef ekki verið að skora með landsliðinu og auðvitað setur maður pressu á sjálfan sig og vill skora og auðvitað var fagnað, þetta var stórt!"

Stemmingin á Laugardalsvelli í dag var frábær og var vel mætt í stúkuna og mikil læti en stelpur frá símamótinu sem haldið er í Kópavogi núna þessa dagana var boðið á völlinn í boði KSÍ.

„Nei þetta var bara sturlað og ógeðslega gaman að sjá þessar litlu stelpur í stúkunni, þær eru ekki bara að horfa heldur að láta heyra í sér og við töluðum um það fyrir leikinn að við vildum spila fyrir þessar stelpur og við höfum allar verið í þeirra sporum að spila á Símamótinu og láta okkur dreyma þannig þetta var fyrir þær."


Athugasemdir
banner