Man Utd gæti gert tilboð í Berge - Arsenal hefur enn áhuga á Osimhen - Tottenham hefur áhuga á Solanke
‚Menn geta fylgst með honum í framtíðinni‘
Baldvin segir sinn mann hafa verðskuldað rauða spjaldið
Jakob blóðugur eftir viðskipti við Orra Sigurð: Frekar ósáttur með þetta
Túfa: Brotið á honum í tvígang og þarf að skoða staðsetninguna á Viðari
Már Ægisson: Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt
Haddi ánægður með stuðninginn - „Virkilega góður dagur fyrir KA"
Rúnar Kristins: Það lögðu allir sitt á vogarskálarnar
Viðar Örn: Get ekki beðið eftir því að skora í næsta leik
Jökull: Skiptir mig meira máli en einhverjar fyrirsagnir
Dominic: Erfitt að hafa svona stutt á milli leikja
Rúnar Páll: Ódýrt víti, gefins víti réttara sagt
Höskuldur: Ísak er sterkur strákur
Halldór Árna: Ég var ekkert sáttur við það heldur
Sveinn Gísli: Gaman að fá loksins að spila eitthvað
Heimir Guðjóns: Of margir í mínu liði sem vildu ekki fá boltann
Arnar Gunnlaugs: Sveinn Gísli, þú ert ekki að fara fet
Brynjar ósáttur: Þarf að kíkja í reglubókina
Selfyssingar með gott forskot fyrir versló - „Strákahelgi framundan"
Siggi Höskulds: Leiðtogi íslenskrar fótboltasögu
„Eini fyrirliðinn sem hefur tekið okkur á tvö stórmót"
   fös 12. júlí 2024 20:15
Anton Freyr Jónsson
Ingibjörg beðið lengi - „Var gráti nær að fagna þessu"
Icelandair
Ingibjörg fagnar markinu í kvöld.
Ingibjörg fagnar markinu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslenska kvennalandsliðið í fótbota vann Þýskaland í sögufrægum leik á Laugardalsvelli í dag og tryggði liðið sér farseðil á Evrópumótið sem fer fram í Sviss á næsta ári. 

„Lengstu 90 mínútur sem ég hef á ævinni spilað en ótrúlega gaman á sama tíma og sýndum allar ótrúlegan mikið karakter í dag og sýndum hvað við vildum þetta mikið og smá leiðinlegt að þetta sé búið." sagði Ingibjörg Sigurðardóttir varnarmaður Íslands eftir þennan sögufræga sigur á Laugardalsvelli í dag.


Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði sitt fyrsta mark með landsliðinu þegar hún kom Íslandi yfir eftir hornspyrnu frá Karólínu Leu strax á þrettándu mínútu leiksins.

„Ég get eiginlega ekki lýst því, búin að bíða eftir þessu ótrúlega lengi og var bara gráti nær þarna að fagna þessu og ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu."


„Ég hef alveg verið að skora mikið með félagsliðum og það hefur verið svona minn styrkleiki en hef ekki verið að skora með landsliðinu og auðvitað setur maður pressu á sjálfan sig og vill skora og auðvitað var fagnað, þetta var stórt!"

Stemmingin á Laugardalsvelli í dag var frábær og var vel mætt í stúkuna og mikil læti en stelpur frá símamótinu sem haldið er í Kópavogi núna þessa dagana var boðið á völlinn í boði KSÍ.

„Nei þetta var bara sturlað og ógeðslega gaman að sjá þessar litlu stelpur í stúkunni, þær eru ekki bara að horfa heldur að láta heyra í sér og við töluðum um það fyrir leikinn að við vildum spila fyrir þessar stelpur og við höfum allar verið í þeirra sporum að spila á Símamótinu og láta okkur dreyma þannig þetta var fyrir þær."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner