Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   fös 12. júlí 2024 20:15
Anton Freyr Jónsson
Ingibjörg beðið lengi - „Var gráti nær að fagna þessu"
Icelandair
Ingibjörg fagnar markinu í kvöld.
Ingibjörg fagnar markinu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslenska kvennalandsliðið í fótbota vann Þýskaland í sögufrægum leik á Laugardalsvelli í dag og tryggði liðið sér farseðil á Evrópumótið sem fer fram í Sviss á næsta ári. 

„Lengstu 90 mínútur sem ég hef á ævinni spilað en ótrúlega gaman á sama tíma og sýndum allar ótrúlegan mikið karakter í dag og sýndum hvað við vildum þetta mikið og smá leiðinlegt að þetta sé búið." sagði Ingibjörg Sigurðardóttir varnarmaður Íslands eftir þennan sögufræga sigur á Laugardalsvelli í dag.


Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði sitt fyrsta mark með landsliðinu þegar hún kom Íslandi yfir eftir hornspyrnu frá Karólínu Leu strax á þrettándu mínútu leiksins.

„Ég get eiginlega ekki lýst því, búin að bíða eftir þessu ótrúlega lengi og var bara gráti nær þarna að fagna þessu og ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu."


„Ég hef alveg verið að skora mikið með félagsliðum og það hefur verið svona minn styrkleiki en hef ekki verið að skora með landsliðinu og auðvitað setur maður pressu á sjálfan sig og vill skora og auðvitað var fagnað, þetta var stórt!"

Stemmingin á Laugardalsvelli í dag var frábær og var vel mætt í stúkuna og mikil læti en stelpur frá símamótinu sem haldið er í Kópavogi núna þessa dagana var boðið á völlinn í boði KSÍ.

„Nei þetta var bara sturlað og ógeðslega gaman að sjá þessar litlu stelpur í stúkunni, þær eru ekki bara að horfa heldur að láta heyra í sér og við töluðum um það fyrir leikinn að við vildum spila fyrir þessar stelpur og við höfum allar verið í þeirra sporum að spila á Símamótinu og láta okkur dreyma þannig þetta var fyrir þær."


Athugasemdir
banner