Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   fös 12. júlí 2024 20:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Sandra María: Vorum í þeirra sporum og tileinkum þeim sigurinn
Icelandair
Sandra María með dóttur sinni eftir leikinn.
Sandra María með dóttur sinni eftir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta verður ekki betra en þetta. Ógeðslega gaman að klára þetta heima með stúkuna fulla," sagði Sandra María Jessen, leikmaður Íslands, eftir 3-0 magnaðan sigur gegn Þýskalandi í kvöld.

„Við gerðum þetta fyrir stelpurnar upp í stúku. Við vorum í þeirra sporum og tileinkum þeim sigurinn.".

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Þýskaland

Stelpurnar á Símamótinu fjölmenntu á völlinn til að styðja fyrirmyndirnar sínar. Þær stóðu sig eins og hetjur í stuðningnum.

„Þær voru þessi aukamaður sem þú vilt hafa, og líka allir bara sem mættu í stúkuna. Þetta sýnir hvað þetta skiptir miklu máli. Maður fann fyrir því inn á vellinum og maður hafði meiri orku því það var einhver að horfa á mann."

„Það eru rosalega mikil forréttindi að vera hluti af þessu liði. Ég vil berjast fyrir landið og það er rosalega gaman að ná í svona úrslit."

Það var mikil stemning í klefanum eftir leik og stelpurnar munu skemmta sér vel í kvöld.

„Ég held að allir geti ímyndað sér hvernig stemningin er. Það er öskur, hopp og læti. Þetta verður ekki skemmtilegra en þetta. Til þess er maður í fótbolta, fyrir svona leiki og fyrir svona sigra. Það eru brjáluð fagnaðarlæti. Við ætlum að njóta í kvöld og hafa gaman, en svo förum við niður á jörðina á morgun."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner