Man Utd gæti gert tilboð í Berge - Arsenal hefur enn áhuga á Osimhen - Tottenham hefur áhuga á Solanke
Arnar Gunnlaugs: Með brostið hjarta þegar maður fékk þessi tíðindi
Úr botnliðinu í toppliðið - „Þýðir að ég hafi gert eitthvað rétt"
‚Menn geta fylgst með honum í framtíðinni‘
Baldvin segir sinn mann hafa verðskuldað rauða spjaldið
Jakob blóðugur eftir viðskipti við Orra Sigurð: Frekar ósáttur með þetta
Túfa: Brotið á honum í tvígang og þarf að skoða staðsetninguna á Viðari
Már Ægisson: Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt
Haddi ánægður með stuðninginn - „Virkilega góður dagur fyrir KA"
Rúnar Kristins: Það lögðu allir sitt á vogarskálarnar
Viðar Örn: Get ekki beðið eftir því að skora í næsta leik
Jökull: Skiptir mig meira máli en einhverjar fyrirsagnir
Dominic: Erfitt að hafa svona stutt á milli leikja
Rúnar Páll: Ódýrt víti, gefins víti réttara sagt
Höskuldur: Ísak er sterkur strákur
Halldór Árna: Ég var ekkert sáttur við það heldur
Sveinn Gísli: Gaman að fá loksins að spila eitthvað
Heimir Guðjóns: Of margir í mínu liði sem vildu ekki fá boltann
Arnar Gunnlaugs: Sveinn Gísli, þú ert ekki að fara fet
Brynjar ósáttur: Þarf að kíkja í reglubókina
Selfyssingar með gott forskot fyrir versló - „Strákahelgi framundan"
   fös 12. júlí 2024 20:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Sandra María: Vorum í þeirra sporum og tileinkum þeim sigurinn
Icelandair
Sandra María með dóttur sinni eftir leikinn.
Sandra María með dóttur sinni eftir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta verður ekki betra en þetta. Ógeðslega gaman að klára þetta heima með stúkuna fulla," sagði Sandra María Jessen, leikmaður Íslands, eftir 3-0 magnaðan sigur gegn Þýskalandi í kvöld.

„Við gerðum þetta fyrir stelpurnar upp í stúku. Við vorum í þeirra sporum og tileinkum þeim sigurinn.".

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Þýskaland

Stelpurnar á Símamótinu fjölmenntu á völlinn til að styðja fyrirmyndirnar sínar. Þær stóðu sig eins og hetjur í stuðningnum.

„Þær voru þessi aukamaður sem þú vilt hafa, og líka allir bara sem mættu í stúkuna. Þetta sýnir hvað þetta skiptir miklu máli. Maður fann fyrir því inn á vellinum og maður hafði meiri orku því það var einhver að horfa á mann."

„Það eru rosalega mikil forréttindi að vera hluti af þessu liði. Ég vil berjast fyrir landið og það er rosalega gaman að ná í svona úrslit."

Það var mikil stemning í klefanum eftir leik og stelpurnar munu skemmta sér vel í kvöld.

„Ég held að allir geti ímyndað sér hvernig stemningin er. Það er öskur, hopp og læti. Þetta verður ekki skemmtilegra en þetta. Til þess er maður í fótbolta, fyrir svona leiki og fyrir svona sigra. Það eru brjáluð fagnaðarlæti. Við ætlum að njóta í kvöld og hafa gaman, en svo förum við niður á jörðina á morgun."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner