Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 12. ágúst 2019 14:00
Magnús Már Einarsson
Laugardalsvöllur í góðu ásigkomulagi eftir tónleika Ed Sheeran
Ed Sheeran hélt tvenna tónleika á Laugardalsvelli.
Ed Sheeran hélt tvenna tónleika á Laugardalsvelli.
Mynd: Getty Images
Kristinn Jóhannsson (til vinstri) er vallarstjóri á Laugardalsvelli.
Kristinn Jóhannsson (til vinstri) er vallarstjóri á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hann er bara mjög góður af því sem við erum búnir að sjá," sagði Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, við Fótbolta.net í dag aðspurður út í stöðuna á vellinum.

Ed Sheeran var með tvo stóra tónleika á vellinum um helgina en samtals mættu 50 þúsund manns á þá.

Gólf var lagt yfir grasið á Laugardalsvelli og völlurinn kemur vel út að sögn Kristins.

„Við höfum verið að vinna í að taka coverið af vellinum og erum byrjaðir að vinna í grasinu þar sem coverið er ekki Þar sem sést í gras lítur mjög vel út," sagði Kristinn við Fótbolta.net.

Í fyrra hélt Guns N'Roses stórtónleika á Laugardalsvelli en Kristinn segir að reynslan hafi sýnt að hægt sé að halda svona stóra tónleika á vellinum með góðu móti.

„Það er allt hægt ef þetta er vel skipulagt. Ef aðilar sem koma að þessu eru samstíga og gera þetta faglega frá byrjun. Samstarf okkar við Senu live hefur verið frábært. Þeir hafa staðið við sitt og við höfum staðið við okkur og allt gengið 100% upp," sagði Kristinn.

KR og Selfoss mætast í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna á Laugardalsvelli á laugardag en bæði kvenna og karlalandslið Íslands eiga leiki á vellinum á næstu vikum.
Athugasemdir
banner
banner
banner