Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 12. ágúst 2020 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Milan í viðræðum við Chelsea um Bakayoko
Tiemoue Bakayoko í baráttunni við Cristiano Ronaldo
Tiemoue Bakayoko í baráttunni við Cristiano Ronaldo
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið AC Milan er í viðræðum við Chelsea um að fá Tiemoue Bakayoko á láni út tímabilið en það er ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano sem greinir frá þessu.

Bakayoko er 25 ára gamall miðjumaður en Chelsea keypti hann frá Mónakó árið 2017. Hann fann sig ekki hjá enska félaginu og var lánaður til Milan árið 2018 þar sem hann gerði vel.

Hann eyddi síðasta tímabili á láni hjá Mónakó en er nú mættur aftur til Chelsea.

Samkvæmt Fabrizio Romano þá hefur Milan lagt fram tilboð í Bakayoko en félagið vill fá hann á láni í eitt tímabil með möguleika á að kaupa hann á 35 milljónir evra.

Bakayoko er spenntur fyrir þeirri hugmynd að fara aftur til Milan en hann á tvö ár eftir af samningi sínum hjá Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner