Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mið 12. ágúst 2020 16:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ödegaard aftur til Real Madrid (Staðfest)
Norðmaðurinn Martin Ödegaard er kominn aftur til Real Madrid eftir lánsdvöl hjá Real Sociedad.

Ödegaard stóð sig mjög vel hjá Real Sociedad sem hafnaði í sjötta sæti La Liga á síðustu leiktíð. Lánssamningurinn var til tveggja ára en Real Madrid átti möguleika á að kalla hann til baka.

Heimildir ESPN herma að ákvörðunin að kalla Ödegaard til baka hafi komið Sociedad mjög á óvart. Félagið gerði fastlega ráð fyrir því að Norðmaðurinn yrði áfram í herbúðum félagsins.

Ödegaard er 21 árs gamall. Hann kom til Real Madrid frá Strømsgodset árið 2015 eftir að hafa vakið rosalega mikla athygli í Noregi. Hann mun fara í samkeppni við leikmenn eins og Luka Modric og Toni Kroos um sæti í byrjunarliðinu í Madríd á næsta tímabili.

Real Madrid er ríkjandi Spánarmeistari.

Athugasemdir